Göng kafli 7854......eða þannig

Þar sem að ég hef áður nöldrað um samgöngur hér á blogginuDevil og gert margan sunnlendinginn brjálaðanWhistling með því, þá er hér svona myndræn lýsing á því hvað ég er að meina.......það virðist nefnilega vera að sumir séu ekki alveg að skilja orðið ófærð og það að komast ekki á milli staða.......og þess vegna vanta okkur göng.......ekki neina Sundabraut eða rándýrar vegbætur sem flýta för manna um 15-20 mínútur í vinnu......heldur göng......til þess að komast á milli staða....náið þið þessu.Smile Þessi mynd er tekin á Fjarðarheiði og sýnir vel hvernig vegurinn er þegar að vegagerðin auglýsir hana færaGrin

PS.Ef þið nöldrið fallega á móti þá lofa ég að þetta er  síðasta gangnanöldrið.......(í einhvern tíma)DSC00147


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg Árnadóttir

Ekkert glæsilegt. Svona svipað og ástandið er núna innanbæjar í Vogunum!

Björg Árnadóttir, 8.2.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Takk fyrir stelpur:)

Einar Bragi Bragason., 8.2.2008 kl. 14:03

3 identicon

Geturðu aldrei hangið kyrr í þinni heimabyggð?

Bylgja (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 14:33

4 Smámynd: Vignir Arnarson

Já Einar minn og hvað ætlar þú svo að gera þegar þú kemur út úr göngunum í helv.... ófærðina? 

Við þekkjum sko ófærð sem höfum alið manninn að einhverju leiti á norðurlandi og ég veit hvað þú meinar þegar RVK liðið "og ATH ekki rugla saman Sunnlendingum og RVK pakkinu þegar um færð er að ræð takk fyrir" er að tala um ófærð þetta lið hefur ekki hugmynd um hvað ófærð er ef það er ekki búið að skafa og salta og sópa og setja bíl drusluna í gang þegar þetta vaknar þá er ÓFÆRT  

Vignir Arnarson, 8.2.2008 kl. 15:03

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Formaður björgunarsveitarinnar gagnrýnir Vegagerðina

Skrifað af Einar Ben

föstudagur, 08 febrúar 2008

Í nýjasta tölublaði Austurgluggans sem kom út í gær gagnrýnir Eiður Ragnarsson, formaður björgunarsveitarinnar Ársólar á Reyðarfirði, Vegagerðina fyrir að halda veginum um Fagradal opnum þegar enginn "glóra" er í því. Í frétt um ófærðina á sl. mánudag og föstudag segir í Austurglugganum:

"Eiður gagnrýnir Vegagerðina fyrir að halda veginum of lengi opnum. “Það er enginn glóra í því að rembast við að halda opnu þegar veðrið er svona. Meira að segja snjóruðningstæki komast ekki áfram við þessar aðstæður. Einhverjir bílar fóru af stað þótt það væri lokað. Svo er náttúrulega pressa frá Alcoa Fjarðaáli að halda opnu. Það var bara enginn glóra í því í þessu tilfelli.”

Eiður segir vegfarendur ítrekað fara af stað þegar leiðinni hefur verið lokað. “Vegagerðin hefur kannski kallað þetta yfir sig með ótímabærum lokunum í gegnum tíðina. Við höfum verið að velta fyrir okkur lausn á þessu vandamáli. Það gæti verið að Vegagerðin þyrfti að setja upp slá við veginn sem lokar veginum þegar hann er lokaður, svo þetta þurfi ekki að endurtaka sig að óþörfu.” Sagði Eiður Ragnarsson formaður björgunarsveitarinnar Ársólar."

Göng ...Göng og göng er það eina sem dugar........

Einar Bragi Bragason., 8.2.2008 kl. 15:03

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he he Bylgja alltaf á flakki

Einar Bragi Bragason., 8.2.2008 kl. 15:04

7 identicon

Rosalega eru menn grimmir við okkur sem búum hér sunnan heiða. Af hverju alltaf að hnýta í okkur þó hlutirnir séu ekki nógu góðir hjá ykkur? 

"salta og sópa og setja bíl drusluna í gang þegar þetta vaknar þá er ÓFÆRT   "

Ég er ekkert ÞETTA!!!

Bylgja (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 15:13

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Hann veit ekki að þú ert''Holtari,,

Einar Bragi Bragason., 8.2.2008 kl. 15:46

9 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Hvað er vandamálið?  Er ekki búið að reikna út að arðbærasta framkvæmd sem um getur er að heilbora Austfjarðagöng?  Ef það er gert er hægt að sinna enn fleiri gæluverkefnum fyrir sunnan eins og myndskreytingu (2 milljarðar) á Tónlistarhús (14 milljarðar) í Reykjavík!!!

Jón Halldór Guðmundsson, 8.2.2008 kl. 16:12

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ef ég skil þetta rétt, þá ætlast þú til að maður mali fallega ' á móti', þá verður hlé á færslum frá þér um göng.  (Eða það sem að fólk á Súganda kallaði flóttarottuholur).

Því finnst mér bæði fagurt & huggulega skynsamt að andmæla þeim óþarfa að bora þurfi rándýra holu fyrir einn myndarlegann mann sem þarf að vera mættur upp á hina stórfögru Valhöll EGS eftir kortér.

Nógu fallegt, nógu á móti ?

Steingrímur Helgason, 8.2.2008 kl. 20:09

11 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Eða bara allir selja bílana sína og gefa ágóðan til góðgerða og við bætum samgöngukerfið og göngum Það yrði líklega ekki tekið vel í þá hugmynd.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 8.2.2008 kl. 20:46

12 identicon

Einar göng pöng segi ég nú bara, þau munu flýta fyrir að fólk komist í burtu! Bara gera veginn betri byggja yfir verstu kaflana skála, þetta eru jú bara örfáir dagar á ári sem er ófært , og ekki einu sinni á hverju ári ;-)  eyðum peningunum í eitthvað uppbyggjilegt td Atvinnu möguleika fyrir alla.  þannig að þeir sem vilja búa þarna geti gert það, en þurfi ekki að húka í rokrössum út af atvinnu tækifærum.

                            Kveðja Zuzy Wong

Zuzy Wong (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 21:27

13 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þú meinar Zuzy he he he

Góður Steingrímur og Nanna ég held það

Jón eiga að fara 2 milljarðar í skreytingu ha

Einar Bragi Bragason., 8.2.2008 kl. 21:50

14 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Sammála þér Einar, í einu og ÖLLU sem þú skrifar

Síðan hvenær er Valhöll á Egilsstöðum??? Valhöll er á Eskifirði og svo að sjálfsögðu í RVK en það er varla verið að tala um það...

GÖNG GÖNG GÖNG GÖNG ÚT UM ALLT AUSTURLAND

Bjarney Hallgrímsdóttir, 8.2.2008 kl. 23:34

15 Smámynd: Steingrímur Helgason

Valaskjálf er þeirra Valhöll sem á Eskifirði hafa búið sínu bóli ...

Steingrímur Helgason, 9.2.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband