Draugagangur eða ??????????

Að kenna í húsi sem er byggt árið 1907 er alveg frábært, stundum brakar í því og í vondum veðrum hristist það svolítið....þetta er hús með sál og kannski einhverju fleiru??????.

Picture 2

Fyrir nokkrum árum var ég að kenna Tónfræði á miðhæð hússins er einn gamall Seyðfirðingur kíkti í heimsókn, fór hann að segja okkur frá hvernig herbergja skipan hefði verið í húsinu og fl.

Einnig sagði hann að í stofunni sem að ég var að kenna í hefði hann og systir hans átt herbergi en systir hans hefði aldrei sofið almennilega þar sem að henni var alltaf sparkað fram úr rúminu af einhverju eða einhverjum.

Ég og mín fjölsk bjuggum þarna á efstu hæð fyrstu ár okkar á Seyðisfirði og urðum aldrei var við neitt nema að í þessu húsi er einstakur andi og frábært að vera þar.

Í fyrra var kjallarinn allur tekinn í gegn og er þar í dag frábær salur með flygli trommum og alles.Einnig er þar lítil kaffistofa og þar gerast stundum dularfullir hlutir........Það er nefnilega ansi oft ljós þar þegar að ég kem á morgnanna þó að ég sé 100% á því að ég hafi slökkt kvöldið áður........En ef það er Hr Steinholt sjálfur(húsið heitir Steinholt) eða einhver annar þá er bara gaman að fá hann í heimsókn.

Picturee 1

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Í Tjöruborginni eru dona kofar víst stundum kallaðir fúasprek, en það kemur víst ekki í veg fyrir á öðrum tíma, skömmu síðar, að þeir séu keyptir af sömu aðilum fyrir miklu meiri milljónir en við sjáum inni á okkar bánkabók.

Falleg gömlu húsin á Seyðfó...

Að öðru, var að koma norðlendis, kanna málið fyrrmálsis & sendi þér einhvern Emil...

Steingrímur Helgason, 14.2.2008 kl. 01:01

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ekki spurning það er tilefni til að kalla til draugabana.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.2.2008 kl. 10:25

3 Smámynd: Laufey B Waage

Mér finnst húsið einfaldlega fallegt - mjög fallegt. Í svona gömlum húsum hlýtur að vera líf - bæði gamalt og nýtt. Ég mundi gjarnan vilja kenna í svona húsi. Líka búa í því (kannski ekki ein).

Laufey B Waage, 14.2.2008 kl. 10:55

4 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Skemmtileg vangavelta. Seyðfirðingar eiga líka hrós skilið fyrir að varðveita gömlu húsin sín svona vel.

Markús frá Djúpalæk, 14.2.2008 kl. 14:15

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Stundum hef ég hugsað þegar að verstu veðrin ganga yfir .....iss þetta hús er búið að standa í 100 ár, það hristir þetta veður af sér......hvernig verða blokkirnar í Breiðholtinu eftir 100 ár?????

Einar Bragi Bragason., 14.2.2008 kl. 14:18

6 Smámynd: halkatla

svona gömul hús eru æði, draugagangurinn örugglega staðreynd. Ég vil líka koma á framfæri sjokkinu sem ég er í yfir því að sjá að Heiða Þórðar sé með færri stig en Geir Ólafs sem næsti borgarstjóri - halló hvað er fólk að hugsa??? eins gott að það breytist, ég vil hana, svona góða konu sem segir sex!!!!

halkatla, 14.2.2008 kl. 16:18

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

SAMMÁLA ......KJÓSUM HEIÐU

Einar Bragi Bragason., 14.2.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 222152

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband