Hvaða rugl er þetta kaupum borinn(grein úr DV)

á Austurlandi kanna nú möguleika á að kaupa síðasta risaborinn í Kárahnjúkum áður en hann verður sendur úr landi eftir tvo mánuði. Íslendingum býðst að fá borinn fyrir lágt verð en forsenda kaupanna er að samstaða náist milli sveitarfélaga og stjórnvalda um að ráðast í jarðgangagerð á Miðausturlandi.

Tveir risaboranna hafa lokið störfum við Kárahnjúkavirkjun og eru komnir úr landi. Þriðji og síðasti borinn lýkur borun aðrennslisganga frá Eyjabökkum í lok næsta mánaðar.

Áhugamenn um jarðgöng á Austurlandi segja að nú sé síðasta tækifæri að renna mönnum úr greipum til að halda svo afkastamiklu tæki í landinu og leita nú allra leiða til að fá borinn keyptan. Þeirra á meðal er Unnar Elísson, hjá verktakafyrirtækjunum Héraðsverki og Myllunni, en hann segir að kostnaðaráætlun, sem Austfirðingar hafi látið gera, bendi til þess að jarðgöng á miðhluta Austfjarða yrðu 20 prósentum ódýrari ef slíkur bor yrði fenginn í verkið miðað við hefðbundna aðferð.

Það eru þrenn göng sem menn hafa í huga fyrir risaborinn, samtals 16 til 18 kílómetra löng, sem myndu tengja Egilsstaði, Seyðisfjörð og Neskaupstað um Mjóafjörð.

Unnar segir að kannað hafi verið óformlega hvað myndi kosta að kaupa borinn og segir héraðsblaðið Austurglugginn að hann myndi fást fyrir 10-12 prósent af upphaflegu kaupverði, eða á 140 milljónir króna. Því til viðbótar yrði að verja fimm til 800 milljónum króna til kaupa á stærri borkrónu og öðrum búnaði, og gæti heildardæmið nálgast einn milljarð króna.

Unnar segir að forsenda kaupanna sé að bæði sveitarfélög á Austurlandi og ríkisvaldið nái samstöðu um að ráðast í svo umfangsmikla jarðgangagerð. Sjálfur kveðst hann reyndar svartsýnn á að slík samstaða náist og segir að menn séu að renna út á tíma.

Ólafur Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, telur þetta gríðarlega mikilvægt verkefni og kveðst líta á þetta sem lokaáfangann í uppbyggingunni á Mið-Austurlandi, að tengja byggðarlögin saman með jarðgöngum.DSC00165


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nú, kostar hann ekki meira en þetta ?

Mig hefur alltaf langað í eitthvað dona náttúruóvænt listaverk, færi líklega ágætilega hérna úti á túni við hliðina á gamla  Farmallnum...

Best að bjóða í stykkið á mánudagsmorgun.

Steingrímur Helgason, 1.3.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Auðvitað á að kaupa þennan bor, Saxi. Það er rétt sem haft er eftir Óla þarna. Nú þarf að klára hálfunnið verk. Það var alls ekki nóg að virkja við Kárahnjúka og setja niður álver á Reyðarfirði. Til að dæmið gangi upp þarf almennilegar samgöngur og þær verða aldrei nema með jarðgöngum. þarna er tækifæri sem þarf að nýta. Einn milljarður í kostnað við borinn sjálfan hljómar kannski mikið en er í raun lítið í samanburði við margt annað hér á landi. Þetta þætti til dæmis ekki há tala til stjórnenda í fjármálaheiminum hér, eða ýmisra framkvæmda. Kostar ekki listaverkið í tónlistarhúsið í Reykjavík eitt og sér 2 milljarða?, svo dæmi séu tekin. Þótt löngum hafi reynst erfitt að ná samstöðu meðal Austfirðinga þá hlýtur hún að nást um þetta, enda kæmu jarðgöng, gerð með þessum bor, til með að tengja svo mörg byggðarlög og í raun gjörbreyta öllu á svæðinu því göng eru ekki bara vegur. Þau nýtast á margan hátt annan, svo sem fyrirhverskonar lagnir. - Nei nú er að bretta upp ermar og fá Alcoa. Landsvirkjun og Möllerinn samgönguráðherra til samstarfs. Þetta ætti ekki að þurfa að hafa áhrif á aðra jarðgangagerð í landinu.

Haraldur Bjarnason, 1.3.2008 kl. 20:48

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já nú þarf að hamra járnið á meðan heitt er..........ég er td svolítið vonsvikinn að sjá ekkert um þetta á mbl.is......látum heyra í okkur.

Einar Bragi Bragason., 1.3.2008 kl. 21:05

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Og Steingrímur þú mátt kaupa hann og lána okkur hann en setja hann svo í garðinn.

Einar Bragi Bragason., 1.3.2008 kl. 21:08

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef það vantar atkvæði með þessu hérna fyrir austan, þá ...."count me in"

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.3.2008 kl. 21:26

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

UM AÐ GERA AÐ VERA DUGLEGIR AÐ KOMMENTA HÉR TD OG VEKJA ATHYGLI Á ÞESSU....OG BLOGGA UM ÞETTA....MBL BLOGGARAR HJÁLPIÐ OKKUR

Einar Bragi Bragason., 1.3.2008 kl. 21:30

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvernig væri bara að hefja undirskriftasöfnun. Eins og segir í greininni þá erum við að renna út á tíma.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.3.2008 kl. 21:32

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Góð hugmynd

Einar Bragi Bragason., 1.3.2008 kl. 21:35

9 identicon

Og svo má ekki gleyma því að með tilkomu gangnanna getur sjúkrahús byggðarlagsins verið áfram í Neskaupstað, að öðrum kosti verður að byggja nýtt sjúkrahús, líkast til á Egilsstöðum.  Engir smáaurar sem sparast þar.

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 21:57

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Einar Bragi, það eru fleiri bloggarar að taka við sér um þetta. Hallur Magnússon er búinn að skrifa ágætis pistil. Góð ábending um fjórðungssjúkrahúsið hjá Ólafi Vigni. Það er svo margt sem sparast með jarðgangagerð að það vinnur fljótt upp kostnaðinn.  

Haraldur Bjarnason, 1.3.2008 kl. 22:11

11 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef enga skoðun á þessu máli

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.3.2008 kl. 22:48

12 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Gott mál þurfum bara að koma þessu áfram......Áfram bloggarar hjálp....

Einar Bragi Bragason., 1.3.2008 kl. 23:04

13 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta er ekki flókið  mál. Tækifærið er núna.

Jón Halldór Guðmundsson, 2.3.2008 kl. 00:43

14 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Borin(n) von...?

Vonandi fáið þið göng, helst í fleirtölu.

Ég fer ekkert í grafgötur með það hvað mér finnst um samgöngur á landsbyggð -þetta eru mannréttindi en ekki forréttindi.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 2.3.2008 kl. 00:51

15 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það bara verður að nýta þetta tækifæri

Einar Bragi Bragason., 2.3.2008 kl. 01:09

16 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

En kann einhver að nota borinn?? Eru þeir ekki bara farnir úr landi sem kunna eitthvað að meðhöndla þetta flykki?  

Svala Erlendsdóttir, 2.3.2008 kl. 11:55

17 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Annars eru göng mannréttindi eins og Bragi Þór segir

Svala Erlendsdóttir, 2.3.2008 kl. 11:58

18 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já já það hlýtur að vera hægt að halda eftir einhverjum manni sem kann á þetta

Einar Bragi Bragason., 2.3.2008 kl. 12:09

19 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Fá bara vanan tannlækni til að stýra bornum. Þórir Schiöth til dæmis.

Það er borinn von!!! 

Jón Halldór Guðmundsson, 2.3.2008 kl. 18:11

20 identicon

Flott umræða sem á sér stað hér.

Ég get upplýst þá sem hafa áhyggjur af kunnáttumönnum á borinn. Að við höfum aðgang að færustu mönnum heims til að stýra honum, það eru sko menn sem gjörþekkja hann. Ég finn alltaf meiri og meiri stuðning við þetta mál hvort sem er fyrir vestan, norðan, sunnan eða hér fyrir austan eins og dæmin sanna.

En betur má ef duga skal. Við þurfum samt sem áður að halda áfram að láta heyra í okkur hvar sem er og hvenær sem er. Það geri ég a.m.k.

Guðrún Katrín Árnadóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 222144

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband