Skíðað utan slóða

Það er alltaf sport hjá krökkunum hér þegar að snjóalög eru eins og núna að renna sér úr Stafdal og niður í bæ....þetta eru ca 8-1o km leið eftir því hvernig hún er farinn...

Á Sunnudaginn fór Elmar Bragi ásamt nokkrum góðum skíðastrákum erfiðu leiðina en það er að renna sér úr Stafdal og eftir hlíðum Bjólfsins og demba sé svo niður í bæ rétt fyrir ofan hann.

í dag fóru þeir síðan ennþá erfiðari leið niður svo kallað Suðurfjall frá Stafdal og niður í bæ.....þetta er hörkupúl og ég hefði aldrei getað þetta he heSmile.

Elísa Björt og vinkona hennar hún Sara fóru síðan í fyrsta skipti meðfram þjóðveginum úr Stafdal og niður í bæ.Smile

Ég fylgdist með úr bílnum og smellti af nokkrum myndum með aðdráttarlinsu.

Elmar Bragi er þarna fyrstur af þeim.Elísa Björt er síðan sú fremri.

Það er dásamlegt að  búa út á landi.IMG_3955IMG_3909


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já maður gerði þetta nú stundum í gamla daga, að renna sér úr fjallinu í bæinn og þetta var mjög gaman þangað til komið var niður á jafnsléttu, þá voru sporin oft þung heim. Enda fyrir tíma gsm svo ekki var hægt að hringja heim og láta ná í sig

Syrrý (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já þetta er gamall siður en það eru brjálæðingarnir sem fara svona ofarleg í hlíðum Bjólfsins og Suðurfjallsins

Einar Bragi Bragason., 18.3.2008 kl. 17:19

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Einar minn, já það er gott að búa víðar á landinu en ÚT Í HORNI á höfuðborgarsvæðinu!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.3.2008 kl. 21:58

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Höfuðborgarsvæðið er jú "úti á landi" frá okkur séð, Einar!

Haraldur Bjarnason, 18.3.2008 kl. 22:43

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það er dásamlegt að búa í borginni líka... bara á annan hátt dásamlegt.

Marta B Helgadóttir, 18.3.2008 kl. 23:50

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

JÁ JÁ BORGIN ER LÍKA STUNDUM FÍN Á ANNAN HÁTT

Einar Bragi Bragason., 19.3.2008 kl. 00:40

7 Smámynd: Auður Guðfinna Sigurðardóttir

Vá hvað þetta eru flottar myndir :) Æðislegt!

Auður Guðfinna Sigurðardóttir, 19.3.2008 kl. 17:12

8 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Flottar myndir. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 19.3.2008 kl. 17:56

9 identicon

Svona líf fíla ég eins og þú ert að lýsa, en samt ég er soddan malarkelling

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 21:02

10 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilega páska

Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband