Róum á sömu mið alveg endilega

Eskifjörður taki á móti skemmtiferðaskipum
Skrifað af Gunnar Gunnarsson
þriðjudagur, 14 apríl 2009

Menningar-, íþrótta – og ferðamálanefnd Fjarðabyggðar hefur lagt til að Eskifjarðarhöfn verði móttöku höfn skemmtiferðaskipa í Fjarðabyggð.
Fjarðabyggðarmenn hafa mikinn áhuga á að taka á móti skemmtiferðaskipum og hafa í því skyni haldið námskeið fyrir þjónustuaðila og fyrirhugað er að gefa út kynningarefni fyrir Fjarðabyggðarhafnir. Eskifjörður þykir vænlegasti kosturinn sem áfangastaður fyrir skemmtiverðaskipin með tilliti til möguleika á stuttum skoðunarferðum, þjónustu og afþreyingu í landi.

Ekki geta Fjarðabyggðarmenn leyft okkur Seyðfiðingum að haf skemmtiferðaskipin í friði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju eiga Seyðfirðingar einhvern rétt á að fá að hafa skemmtiferðarskipin útaf fyrir sig?

Guðni (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Við höfum að sjálfsögðu engan rétt á því..... en mér finnst að þeir sem hafa verið að vinna í þessum málum líkt og við Seyðfirðingar höfum gert eigi að fá að byggja þetta upp fyrir hönd Austfjarða.....Djúpivogur hefur líka verið að gera svipað og Seyðfirðingar....

Eskifjörður er með Eimskip ofl auk þess sem að Álverið er í næsta nágrenni og hefur fengið meira upp í hendurnar en við hér......

Einar Bragi Bragason., 17.4.2009 kl. 13:29

3 identicon

Ég veit ekki alveg hvernig það er núna en er ekki mest öll umferð Eimskipa um Eskifjarðarhöfn flust yfir á Mjóeyrarhöfn?

Þeir ættu því ekki að þurfa að fara í miklar breytingar á hafnarsvæðinu sem annars væri lítið notað, mér finnst því sjálfsagt að þeir noti sér þessa möguleika á ferðamannamarkaðnum.

Þetta snýst ekki um hvort hinir hafi fengið meira uppí hendurnar en aðrir, mér finnst ferðamannaiðnaðurinn í Fjarðabyggð hafa tekið miklum breytingum og orðið sýnilegri á síðustu árum og þetta eitt tækifæri til þess að gera enn betur og þeir ættu ekki að láta það fram hjá sér fara.

Svo má alltaf spyrja sig hvort það sé ekki hægt að vinna þetta saman og jafnvel skipta markaðnum á milli sín eða að skemmtiferðaskip komi að landi á Eskifirði og þar hoppi ferðalangar uppí rútur þar sem hægt verður að velja um leiðir um austurland sem eiga það sameiginlegt að enda á Seyðisfirði þar sem skipið bíður þeirra eftir að hafa siglt yfir.

Ég held að það sé algjör óþarfi að vera hræddur við samkeppni á þessum markaði, þið Seyðfirðingar gerið þá bara enn betur í ykkar málum og reynið að bjóða uppá betri áfangastað en Fjarðabyggð. ;)

Guðni (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 14:08

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

erum betri Áfangastaður fyrir ferðamenn....hef ekki áhyggjur af því....mér finnst þetta samt .....Fjarðabyggðarísk hegðun.....ekki er langt síðan að það heyrðust raddir frá Reyðarfirði um að reyna að stela ferjunni frá okkur......og fræg er ferð Fjarðabyggðarmanna suður að grenja út Oddskarðsgöng á meðan að Seyðfirðingar trúðu því að Fjarðabyggð væri að vinna með okkur að Samgöngum....

Einar Bragi Bragason., 17.4.2009 kl. 16:59

5 identicon

Heldur hefur það nú þótt lítilmannlegt að laumast í kartöflugarð nágrannans til að hafa með soðningunni.

Margur hyggur auð í annars garði.

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 18:44

6 identicon

Mér finst nú leiðinlegt Einar minn að þú skiljir ekki gangna fyrirkomulagið. ÞAð var alltaf lagt upp með það þegar að Fjarðabyggð gekk til liðs við samgöng að Norðfjarðagöng yrðu 1 kaflin í samgöngum. það var alltaf uppá borðinu. En það er bara svona þegar menn þurfa haga sér eins og smá börn og ætla að troða sér fram fyrir í röðina þið seyðfiringar ættuð að vita það. Svo finst mér það skrítið hvað þú ert hræddur við Ferjuhöfninna á Eskifirði, Eins og þú sagðir hér sjálfur að þá hafa seyðfirðingar betri áfangar stað fyrir ferðamenn við hvað ertu hræddur? Svo hélt ég að öll þjónusta væri að hinu góða þetta er bara þjónusta sem fjarðabyggð er að bjóða uppá, Það er ekkert sem segir að það verðir eitthvað notað. 

Valdi (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 01:01

7 identicon

En að Öðru ég skildi aldrey afhverju Seyðfirðingar voru ekki látnir byggja "Höfnina" fyrir lagafljótsorminn. Þar sem þið dýrkið ný héraðsmenn og konur. Þá hefði nátúrlega verið réttast að þið hefðuð græjað þetta fyrir þá. Ístað þess að fjarðabyggð væri eyða sínum peningum í þetta rugl þarna uppfrá. þar sem við fáum ekki einusinni hafnargjöld af þessu draugaskipi þarna á fljótinu.

p.s.maður rekst kanski á þig á Heiðinni förgu á morgun Minn kæri vinur.

E.P.S. Var að horfa á Videoóið af okkur spila á brján tónleikunum þegar að Gulli og Jói komu austu um árið. Þeir voru flottir og skemmtilegir.

Kv. Valdi

Valdi (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 222121

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband