20.1.2008 | 23:55
Eru þær hvítu ekki langbestar í......................
Já það er vona að ég spyrji ...því að hún kvaddi mig í dag eftir áralanga dygga þjónustu, að vísu var hún svolítið dyntótt síðustu mánuðina tók upp á því einn mánuðinn að vilja ekki blotna og svo næsta mánuðinn komu torkennileg hljóð úr henni og svo í dag.........var hún bara blaut.......Já þvottavélin á heimilinu kvaddi okkur....og nú er verið að skoða nýjar á netinu og verður ein pöntuð strax á morgun.Annars verður mér nú hugsað til samtals sem ég átti við sölumann hjá raftækjaverslun Íslands fyrir nokkrum árum....Hér á heimilinu voru nefnilega öll heimilistæki frá þeim engang....en ekki lengur.Þá hafði nefnilega þurrkarinn bilað(einhver reim í honum) og ég var á harðahlaupum eins og venjulega að gera 1000 hluti í einu og þar á meðal að reyna fá þá hjá Raftækjaverslun Íslands til að senda mér í póstkröfu eina reim í þurrkarann......Var ekki með kreditkortið á mér og þeir neituðu að senda mér þessa reim nema að ég léti þá fá kortanúmer....sama hvað ég reyndi að segja þeim að ég væri ekki með kortið á mér og ég hefði nú keypt öll heimilistækin hjá þeim.......jæja í þessu samtali hótaði ég og hef staðið við það að ég myndi aldrei kaupa af þeim heimilistæki aftur
.......og nú þegar að þvottavélin er dauð og ný verður komin í hús......þá hef ég staðið við þetta.......Ekkert tæki er hér frá Raftækjaverslun Íslands.............
Á morgun verður hringt og eitt st Whirlpool Þvottavél pöntuð....Hvít af því að þær eru langbestar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.1.2008 | 00:15
Enn meiri Nostalgía 2 frábær....................
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
19.1.2008 | 01:23
Nostalgía á háu stigi....
Svona í tilefni á það er helgi og blessuð Laugardagslögin í hámarki.....Stjórnin 1990.(takið eftir dökkhærða manninum á hljómborðið)
Danmörk og Noregur 1990 (Bestu vinir okkar í keppninni)(þær dönsku voru nú líka ekkert ómyndarlegar)..Ketil Stokkan og ég erum ennþá í sambandi eftir þessa keppni og svo er þarna Ingibjörg Stefánsdóttir 1993(þar er óvenju dökkhærður saxófónleikari að spila)
Annars á Stjórnin 20 ára afmæli í ár.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
18.1.2008 | 21:52
Fáránleg könnun á heimasíðu skíðasvæðis
Á heimasíðu eins af Skíðasvæðum landsbyggðarinnar má finna fáránlegu könnun um hvort leyfa eigi sölu á Bjór á skíðasvæðinu eftir kl 20.00 og það sem verra er að meirihluti þeirra sem kosið hafa eru á þeirri skoðun.
Ég er á því að áfengi og íþróttir fari aldrei saman og finnst það vera fyrir neðan virðingu þeirra sem standa að íþróttamannvirkjum og jafnvel Íþróttafélögum að vera ýta undir þetta.
Eru ekki íþróttir einmitt nefndar sem eitt besta forvarnarvopnið í baráttunni gegn fíkniefnum......Þið ágætu félagar mínir í _____________skammist ykkar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
18.1.2008 | 01:17
Falleg rödd.....Falleg kona.....yndisleg hlustun
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.1.2008 | 21:23
Þetta blogg er ekki um handbolta
![]() |
Svíar sigruðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
17.1.2008 | 16:42
Göng eða á að flytja FJórðungssjúkrahúsið????????????
Ríkisútvarpið segir frá því að helmingur barnshafandi kvenna á Austurlandi nýti sér ekki þjónustu fæðingardeildar Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupsstað, heldur ferðast í aðra landshluta til að ala börn sín.
Í frétt RÚV segir að Fæðingadeild FSN flokkast sem deild af millistærð C1 samkvæmt leiðbeiningum landlæknisembættisins, þar er bráðaaðgangur að skurðstofu með svæfingarlækni allan sólarhringinn og því unnt að grípa til keisaraskurðar og mænurótardeyfingar ef á þarf að halda.
Fæðingar á deildinni voru 61 í fyrra, en þeim hefur fjölgað á síðustu árum, einkum eftir að fæðingadeild á Egilsstöðum var lokað árið 2002. Engu að síður heldur helmingur kvenna út fyrir fjórðunginn til að fæða.
Af samtölum fréttamanns við fjölda kvenna á barneignaraldri á Austurlandi virðist helsta ástæða þess virðist vera staðsetningu sjúkrahússins, en kona á Seyðisfirði þarf til að mynda að ferðast um 95 kílómetra leið yfir þrjá fjallvegi milli heimilis og fæðingardeildar.
Það er ekki ný saga að staðsetning Fjórðungssjúkrahússins sé gagnrýnd. Einar Rafn Haraldsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands segir þó ekki koma til álita að færa Fjórðungssjúkrahúsið.
Einar Rafn segir fæðingardeildina dýra rekstrareiningu og því ákjósanlegt að sem flestir nýti sér þjónustu hennar. Hann segir engin áform um að loka deildinni.
Er það nokkur furða að við viljum göng???? .....Sundabraut og mislæg gatnamót á Reykjavíkursvæðinu mega alveg bíða mín vegna..........tryggjum öryggi fyrst áður en við tölum um að flýta för manna á Reykjarvíkursvæðinu um 10-20 mínútur á dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.1.2008 | 01:10
iss þetta gerist oft hér á landi
Menn eru handteknir fyrir að gera einhvern fjandann af sér td á Ísafirði og settir inn.....ári seinn gera þeir kannski það nákvæmlega sama af sér aftur og þá á Egilsstöðum og hvað er þá gert.... jú settir aftur inn ,en þá kemur í ljós að þeir eru því miður enn í fangelsi síðan síðast.,,,,og það á Ísafirði (tók það nú bara sem dæmi) og þá verða Ísfirðingar að hleypa greyið manninum út svo að það sé hægt að setja hann aftur inn á Egilsstöðum,,,,,en sem betur fer er þetta nú bara í tölvukerfinu hjá okkur............
![]() |
Gleymdist í fangelsi í 50 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.1.2008 | 11:42
Léleg afsökun-Frelsum Brjóstin
það finnst mér ....Kvenfólk má ekki vera berbrjósta í Bláa lóninu en ástæðan fyrir því er einföld að sögn Magneu Guðmundsdóttur kynningarfulltrúa. Við fáum til okkar gesti af svo ofboðslega mörgum þjóðernum. Það sem okkur á Íslandi þætti sjálfsagt getur sært blygðunarkennd annarra gesta."
Halló hvenær ætlum við að uppgötva það að við Íslendingar búum á Íslandi og við getum haft okkar siði, lög og reglur án þess að öðrum komi það við.
Ekki hef ég orðið var við að aðrar þjóðir t.d. feli hermenn sína og vopnaða lögreglu þegar að ég fer erlendis....
Þetta er að verða svolítið fyndið, það má heldur ekki kenna hitt og þetta lengur í skólum af því að það gæti móðgað einhvern.
Nú er ég alls ekki neinn rasisti en mér finnst samt allt í lagi að við hugsum aðeins meira um okkur....Íslendinga, hvort sem að við erum hvítir, svartir, gulir,bleikir eða fjólubláir........
Auk þess væri meira gaman að fara í lónið ef!!!!!!!!!!(uss ég sagði þetta ekki)
![]() |
Ber brjóst bönnuð í lóninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
12.1.2008 | 19:30
DAMA,DRAUMAR,HAUST OG VOR....Danstónverk
Er komið í spilarann hér við hliðina....Þetta er verk sem ég hef verið að semja og er stefnt að því að það verði frumsýnt við opnun Jazzhátiðar Egilsstaða Austurlandi í júni.....þetta eru ekki endanlegar útgáfur köflunum en gefa rétta mynd af þessu verki.
Danshöfundur er Irma Gunnarsdóttir.
DAMA er einskonar forleikur....lady-legur ef það er hægt að orða það þannig.
Draumar er eiginlega aðalkaflinn dularfullur en kraftmikill þegar á líður.
Haust.....er Dularfullur kafli ...þokukenndur...
Vor er litríkur og léttur kafli í suður Amerískum stíl sem vitnar aðeins í Drauma og Haust.
værsgo........
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Um bloggið
Einar Bragi Bragason
Tenglar
Flott og gott
ýmsir góðir og gagnlegir tenglar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
heidathord
-
lindalea
-
totally
-
lehamzdr
-
meistarinn
-
bjorgarna
-
gthg
-
martasmarta
-
erla1001
-
nanna
-
estro
-
braxi
-
eythora
-
steingerdur
-
stebbifr
-
ragnhildur
-
gummigisla
-
sax
-
lindabj
-
emilssonw
-
vilborgo
-
baddahall
-
smakokur
-
kjarvald
-
bbking
-
haukurn
-
ranka
-
herdis
-
alla
-
730bolungarvik
-
vga
-
jonkjartan
-
garun
-
trukona
-
ingvarvalgeirs
-
biggibraga
-
aslaugh
-
jax
-
benna
-
blekpenni
-
snorris
-
mafia
-
start
-
hallibjarna
-
jonhalldor
-
strakamamman
-
isdrottningin
-
gbo
-
stormadis
-
nesirokk
-
jakobsmagg
-
hjaltig
-
gummisteingrims
-
evathor
-
gudrunfanney1
-
lara
-
laufeywaage
-
ringarinn
-
markusth
-
storibjor
-
hallarut
-
gammur
-
olinathorv
-
sirarnar
-
manzana
-
eysteinn-thor
-
gretaulfs
-
fanney
-
maggaelin
-
arnthorhelgason
-
730
-
kalli33
-
klaralitla
-
mymusic
-
esv
-
gisliblondal
-
hemba
-
earlyragtime
-
gretarorvars
-
sigurlauganna
-
gudni-is
-
joninaros
-
jahernamig
-
ellasprella
-
gydabjork
-
valsarinn
-
thorasig
-
palmig
-
gudjonbergmann
-
hognihilm64
-
lostintime
-
plotubudin
-
svala-svala
-
judas
-
kjarrip
-
jara
-
gudnim
-
dianadv
-
arnaeinars
-
asgeirpall
-
saethorhelgi
-
lydurarnason
-
steinunnolina
-
bryn-dis
-
listasumar
-
gullihelga
-
eddabjo
-
raggipalli
-
addamaria
-
pegre
-
chinagirl
-
sign
-
bjork
-
gisligislason
-
stormsker
-
almaogfreyja
-
glamor
-
annapanna77
-
blues
-
sverrir
-
rannug
-
hugs
-
bulgaria
-
kolgrima
-
th
-
alit
-
krissa1
-
gudnyruth
-
kafteinninn
-
johannavala
-
viddy
-
fridrikomar
-
ketilas08
-
skordalsbrynja
-
fjolahrafnkels
-
birtabeib
-
asdisran
-
tru
-
ausa
-
margretsverris
-
bergthora
-
vefritid
-
ragnargeir
-
siggasin
-
helgadora
-
tobbitenor
-
ingabesta
-
rosabla
-
annriki
-
audbergur
-
lady
-
ynnej
-
amotisol
-
siggagudna
-
kisabella
-
steinibriem
-
himmalingur
-
gellarinn
-
nkosi
-
agny
-
berglindnanna
-
gattin
-
bestfyrir
-
brandarar
-
daxarinn
-
eddaagn
-
gudrunkatrin
-
topplistinn
-
skytta
-
gunnarpalsson
-
konniiceman
-
skessa
-
hreinsamviska
-
mrsblues
-
little-miss-silly
-
irisholm
-
jea
-
lionsklubbur-seydisfjardar
-
mal214
-
omarragnarsson
-
fjardarheidi
-
sifjan
-
stjornlagathing
-
kristjani
-
rocco22
-
totad
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar