DAMA,DRAUMAR,HAUST OG VOR....Danstónverk

Er komið í spilarann hér við hliðina....Þetta er verk sem ég hef verið að semja og er stefnt að því að það verði frumsýnt við opnun Jazzhátiðar Egilsstaða Austurlandi í júni.....þetta eru ekki endanlegar útgáfur köflunum en gefa rétta mynd af þessu verki.

Danshöfundur er Irma Gunnarsdóttir. 

DAMA er einskonar forleikur....lady-legur ef það er hægt að orða það þannig.

Draumar er eiginlega aðalkaflinn dularfullur en kraftmikill þegar á líður.

Haust.....er Dularfullur kafli ...þokukenndur...

Vor er litríkur og léttur kafli í suður Amerískum stíl sem vitnar aðeins í Drauma og Haust.

værsgo........ 

seydo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Dama var latt, letilegir píanótónar, bassinn náttúrlega nennti varla með, flottsándandi rámur tenór sax...

Haustið var svefnlyf dauðans, Frikki myndi brúka þetta á næsta jógadiski ...

Draumar fékk mig í restina til að langa til að ganga í Reyðfirskt múnkaklaustur ...

Vorið, er tikkó tikkó, flott létt distorted chorus sánd í gítarnum, Santana með Kúbufílíng ...

En þetta er verulega flott mússík, drengur, vel mínum tíma varið í að hlusta á þetta.


Takk fyrir mig.

Steingrímur Helgason, 13.1.2008 kl. 00:33

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Flott og fjölbreytilegt ferðalag um ólíkar stemmingar. Þú verður að bæta "tónskáld" inn í höfundarlýsinguna.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.1.2008 kl. 00:39

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Forleikur Requeum, eða kannski bara Intro!?

En ég hélt að vorið kæmi alltaf fyst, svona rétt eins og sunnudagarnir?

Er þetta kannski svona "öfugur forleikur"!?

Og fyrst þetta er svona náttúrudæmi, verður ballerínan ekki helst að vera ber, í það minnsta að ofan?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2008 kl. 17:50

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Svona dans a la anna Richards?

Magnús Geir Guðmundsson, 13.1.2008 kl. 17:52

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he 1. kaflinn er hugsaður svona Jazz kvintett áður en verkið fer í gang.......þannig að svo kemur.....Draumar munkaverkið he he...svo haust svefnlyfið he he og svo vorið með tikkó tikkó....he he ...

í heild er þetta um 25 mínútur af tónlist.

Einar Bragi Bragason., 13.1.2008 kl. 18:13

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dama er svona fortís eitthvað ... Marlow einkaspæjari að halla sér að einhverju tálkvendinu. Þú þarft að finna sönglína fyrir þetta lag...verður hittari

Tek undir með Steingrími að það er Santana fílingur í því, mjög gott. Hin tvö hafði ég ekki þolinmæði í í augnablikinu ... gaf þeim reyndar lítinn séns

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2008 kl. 22:00

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Santana fílingur í Vori

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2008 kl. 22:01

8 Smámynd: Eyþór Árnason

Sit og hlusta á Drama og hreyfi mig ekki... Takk fyrir.

Eyþór Árnason, 14.1.2008 kl. 00:50

9 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Sæll Saxi,

Er ekki búinn að hlust á hjá þér en það verður bætt úr núna.

Þú varst að spyrja mig út í Helga.

Helgi Kristinn Jakobsson 1908 - 1995Jakob Kristófer Helgason1943Helgi Kristinn Jakobsson1970

Sá sem fæddur er 1970 er sá sem ég hitti á dögunum - ekki séð hann síðan ég var ...  mikið yngri.

Jakob er sonur Helga Jakk, Helgi sá sem lést 1995 er sá sem ég held að þú sért að spyrja út í.

Þekkti hann eins og aðrir guttar fyrir vestan, hann vann udnir það síðasta í frystihúsinu - en þekkti hann ekki þannig persónulega. 

Alveg hreint ágætis maður eftir því sem ég kemst næst.

vcd

Bragi Þór Thoroddsen, 14.1.2008 kl. 20:15

10 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Stefni til Ródos í apríl með krakkana... Kem við á Egilsstöðum á Jazzhátíð í júní og nýt sumarsins hér heima... Gott veður á Egilsstöðum á sumrin... er það ekki?

Linda Lea Bogadóttir, 14.1.2008 kl. 21:27

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Takk Eyþór.....Bragi jú Sá gamli algjör snillingur.....Já fínt veður á Egils.........en betra á Seyðis he he..

Einar Bragi Bragason., 14.1.2008 kl. 22:15

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta síðasta rifjar nú upp eina góða eftir hákon karlinn, orta á Vopnaskaki einu sinni sem oftar.

Hér er oftast heiðskírt loft,

heitir dagar flestir

en svo er eins og þyngi oft,

þegar koma gestir!

Grunar að meistarinn hafi í raun meint Seyðisfjörð!?

Magnús Geir Guðmundsson, 15.1.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 222140

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband