11.12.2007 | 09:35
Jólasveininum sagt upp
Já kæru vinir mín bíður erfitt verkefni í dag,ég þarf að tilkynna jólasveininum að það sé hætt að trúa á hann á heimilinu mínu.
Ég veit ekki hvernig ég á að segja honum þessar sorgarfréttir og ég veit að hann á eftir að sakna þess að hafa mig ekki lengur sem aðstoðarmann sinn.
Í mörg ár hef ég staðið við mitt opnað fyrir hann dyrnar,hjálpað honum að læðast um húsið gefið honum upplýsingar og hegðun og svefntíma.
Þessi setning í gærkvöldi ....Pabbi jólasveinninn er ekki til, fór alveg með það......en mig grunar samt að með smá kænsku sé vonandi hægt að snúa dæminu aftur við............enda er ég óttalegur jólasveinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.12.2007 | 17:20
Þetta er ótrúlegt
Að mönnum skuli hafa dottið þetta í hug........ÁTVR var búið að lofa að gera húsið upp, enda fallegt gamalt Norskt hús og innréttingarnar æðislegar eins og þið sjáið á myndunum.
Þetta var fallegasta ríki á landinu þangað til að þeim ÁTVR mönnum datt í hug sú fásinna að setja ríkið í bensínstöð.
Skoðið myndirnar á mbl þá sjáið þið að ég fer ekki með fleipur.
ÁTVR menn þið megið skammast ykkar, gerið húsið upp og setjið vínsöluna aftur þangað, þar sem hún á heima.
PS en það eru ekki allar löggur svona myndarlegar.....eins og sú sem er í mbl...
En þessi mynd er tekin þegar að allt var heilt á síðasta opnunardegi.
![]() |
Hætt við niðurrif verslunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.12.2007 kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.12.2007 | 19:42
úrslit poppsöngkonur
Sigga vann nokkuð örugglega með 25% atkvæða Ellen no 2 með 14,3% Ragga Gísla no 3.Andrea,Regína og Ragnheiður Gröndal voru svo næstar með jafn mörg atkvæði síðan komu þær Birgitta Haukdal og Erna Hrönn, Birgitta rétt fyrir ofan Ernu.
Margrét Eir ,Védís,Heiða Idol og Rut R.
Set inn nýja könnun .....mestu töffarar íslands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.12.2007 | 00:29
Ertu strákur eða maður...Tónlistarskólablogg

Á miðvikudögum fer ég alltaf í heimsókn á leikskólann og kenni þar börnunum tónföndur ....þar falla stundum gullkorn.
Um daginn voru til dæmis vangaveltur um hvort ég væri strákur eða maður...ég sagðist að sjálfsögðu vera strákur og bað þau um að giska á aldur minn.....eftir smá pælingar voru þau alveg komin með það á hreint að ég væri amk 20 ára.....strákur.
Viku seinna spurði ein lítil dama mig í sama tíma hvað mamma mín héti...ég sagði að móðir mín væri að vísu dáin en hefði heitið Bettý.....henni fannst það nú skrýtið nafn,,,en kom svo með ....heyrðu Einar ef að mamma þín er dáin þá geturðu ekki verið strákur.....þú hlýtur að vera maður....................ég er samt strákur.
Annars var þetta annasamur dagur litla lúðrasveitin mín spilaði þegar að kveikt var á jólatrénu hér í bæ og auk þess sungu litlar dömur með mér jólalög á meðan fólkið dansaði í kringum jólatréð....veðrið var frábært logn og -2 stiga frost.......á morgun er það svo Borg óttans og Nasa........Myndin er tekin í fyrra.Elísa Björt er sú í rauðu úlpunni vinstra megin á myndinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.12.2007 | 15:57
Konur eru konum verstar
Þessi orð komu í huga mér í gær þar sem ég var staddur á danssýningu Fimleikadeildar hér fyrir austan í gær en dóttir mín hún Elísa Björt var meðal þeirra sem var að sýna.
Þetta var fín sýning að ég held, hef ekki farið áður þannig að ég hef ekki neinn samanburð,en þar sem ég stóð í troðfullu íþróttahúsinu og horfði hvert atriðið á eftir öðru fór ég allt í einu að spá og þá sérstaklega í ljósi allrar umræðurnar um kynhlutverk og allt það .... Þarna eru allt niður í smá stelpur dillandi sér á ögrandi hátt(áttu td að vera hrist efri partinn þannig að hefðu þær haft brjóst þá hefðu þau hreyfst) búnar að mála sig ofl.
Nú vil ég taka fram að ég er ekkert að mótmæla þessu og þetta var fín sýning en þar sem að það eru nú yfirleitt konur sem eru að skammast yfir þessari kynjastefnu á landinu...fannst mér svolítið skrítið að sjá að þarna í fimleikunum ,og að ég held í fimleikum yfirleitt eru yfirgnæfandi meirihluti konur..
Þannig að konur er konum verstar eða kannski bara bestar.......því að mín skoðun er að strákar eru strákar og stelpur eru stelpur...........stelpum finnst gaman að vera prinsessur og strákum finnst gaman að vera Ronaldinio.
Vonandi skiljið þið þessar pælingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
4.12.2007 | 00:14
Stuð stuð stuð Þetta eru sko töffarar
Louis Prima er töffari en annars er Sam Butera saxófónleikari og hljómsveitarstjóri hjá honum minn maður.Keely Smith kona hans húkir svo fyrir aftan með fýlusvip en ég held nú að það sé partur af gríninu.
Sam er enn á lífi og ekki orðinn elliær, ég fann viðtal við hann á netinu þar sem hann talar einmitt um að það skiptir meira máli að sánda vel sem saxófónleikari og spila tónlist sem fólk skilur en að spila 18000 þúsund nótur á sekúndu.
Takið eftir gríninu hjá þeim félögum í miðju laginu þar sem Louis skattar og Sam hermir eftir en getur ekki alveg spilað það sama og Louis gerir,,,,tekur síðan flotta sóló sem heyrist misjafnlega vel enda míkrófónninn einhversstaðar í loftinu........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.11.2007 | 00:01
Bleikur og blár prestur
Úff stundum verð ég svo pirraður þegar ég hlusta á fréttirnar á kvöldin...ég meina hvað er í gangi.
Kolbrún Halldórsdóttir að eyða tíma á þingi í það að rausa um hvort ekki sé rétt að sleppa því að setja hvítvoðunga í bleik eða blá föt, ok ok ég heyrði það víst líka í fréttum að við hefðum það svo gott á íslandi kannski er það ástæðan fyrir því að Kolbrún eyðir tíma í þetta mál.
Mín skoðun mér finnst bara fínt að hafa þetta eins og það er ...sem sagt bleikt og blátt.
Nokkrir Leikskólar á Reykjavíkursvæðinu afþakka heimsókn presta....þetta er víst gert til að mismuna ekki trúarstefnum....halló er ekki Þjóðkirkja hér og langflestir í henni...
Ég hef ekkert á móti öðrum trúarbrögðum en mér finnst stundum að við séum að gefa eftir á alltof mörgum stöðum.....
Minni svo aftur á færsluna hér fyrir neðan og könnunina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
28.11.2007 | 17:23
Íslenskar söngkonur keppa um jólin.
Já það virðist að Íslenskar söngkonur gefi helst út diska fyrir jólin og af því tilefni er komin könnun hér til hliðar um hver er besta Íslenska Dívan.
Endilega Kjósið og setjið hér fyrir neðan..........af hverju þið kusuð ykkar manneskju...
þetta er bara til gamans gert.þetta er samt ekki mynd af söngkonu,,,,
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
25.11.2007 | 19:16
Séð og heyrt Pabbi dáinn
Þar sem ég var á staddur á bensínstöð um helgina...skoðaði ég Séð og Heyrt.....
Alveg ótrúlega smekklaus forsíða...Séð og Heyrt...gerir lífið skemmtilegra og svo beint fyrir neðan fyrirsögnin Pabbi dáinn ....Pabbi Kalla Bjarna dáinn.
Annað .....myndir úr brúðkaupi aldarinnar og þeir taka myndir inn um glugga Kirkjunnar.......Er ekkert heilagt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
23.11.2007 | 00:19
Keisarinn fæddist
Já þann 23. Nóvember fyrir 19 árum kom í heiminn lítill töffari sem siðar fékk nafnið Elmar Bragi og er Einarsson.
Elmar Bragi kom í heiminn með hjálp keisaraskurðar því að strax mjög snemma í æsku, eða mun fyrr heldur en hann kom í heiminn var hann farinn að sýna þessa svakalegu íþróttatakta með þeim afleiðingum að naflastrengurinn var tvívafinn utan um hálsinn á honum.
Nú Elmar Bragi var ekkert mikið fyrir það að sofa í æsku og voru ýmis ráð notuð til að svæfa hann.......öll algeng og lögleg eins bíltúrar um miðja nótt osfr.
Hann lærði á klarinett og saxófón lítillega en snéri sér síðan frekar að Píanóinu.
íþróttir hafa alla tíð heillað kappann mikið og var hann í eitt sinn valinn í Unglingalið SKÍ og það þrátt fyrir að hafa brotið báðar lappir á skíðum þegar að hann var 10 ára.
Um 15 ára aldurinn snéri hann sér eingöngu að knattspyrnu og þykir víst einn af þeim betri í því hér fyrir Austan.....Í raun furðulegt að engin stórklúbbur hafi ekki reynt a krækja i hann.
Elmar Bragi er Íþróttamaður bæði utan sem innanvallar og hvorki reykir né drekkur.
Elmar Bragi er á 4 ári í ME...ekkert að flýta sér og hér er stoltur Pabbi sem segir.......Elmar Bragi til lukku með daginn þú ert einfaldlega æði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Um bloggið
Einar Bragi Bragason
Tenglar
Flott og gott
ýmsir góðir og gagnlegir tenglar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
heidathord
-
lindalea
-
totally
-
lehamzdr
-
meistarinn
-
bjorgarna
-
gthg
-
martasmarta
-
erla1001
-
nanna
-
estro
-
braxi
-
eythora
-
steingerdur
-
stebbifr
-
ragnhildur
-
gummigisla
-
sax
-
lindabj
-
emilssonw
-
vilborgo
-
baddahall
-
smakokur
-
kjarvald
-
bbking
-
haukurn
-
ranka
-
herdis
-
alla
-
730bolungarvik
-
vga
-
jonkjartan
-
garun
-
trukona
-
ingvarvalgeirs
-
biggibraga
-
aslaugh
-
jax
-
benna
-
blekpenni
-
snorris
-
mafia
-
start
-
hallibjarna
-
jonhalldor
-
strakamamman
-
isdrottningin
-
gbo
-
stormadis
-
nesirokk
-
jakobsmagg
-
hjaltig
-
gummisteingrims
-
evathor
-
gudrunfanney1
-
lara
-
laufeywaage
-
ringarinn
-
markusth
-
storibjor
-
hallarut
-
gammur
-
olinathorv
-
sirarnar
-
manzana
-
eysteinn-thor
-
gretaulfs
-
fanney
-
maggaelin
-
arnthorhelgason
-
730
-
kalli33
-
klaralitla
-
mymusic
-
esv
-
gisliblondal
-
hemba
-
earlyragtime
-
gretarorvars
-
sigurlauganna
-
gudni-is
-
joninaros
-
jahernamig
-
ellasprella
-
gydabjork
-
valsarinn
-
thorasig
-
palmig
-
gudjonbergmann
-
hognihilm64
-
lostintime
-
plotubudin
-
svala-svala
-
judas
-
kjarrip
-
jara
-
gudnim
-
dianadv
-
arnaeinars
-
asgeirpall
-
saethorhelgi
-
lydurarnason
-
steinunnolina
-
bryn-dis
-
listasumar
-
gullihelga
-
eddabjo
-
raggipalli
-
addamaria
-
pegre
-
chinagirl
-
sign
-
bjork
-
gisligislason
-
stormsker
-
almaogfreyja
-
glamor
-
annapanna77
-
blues
-
sverrir
-
rannug
-
hugs
-
bulgaria
-
kolgrima
-
th
-
alit
-
krissa1
-
gudnyruth
-
kafteinninn
-
johannavala
-
viddy
-
fridrikomar
-
ketilas08
-
skordalsbrynja
-
fjolahrafnkels
-
birtabeib
-
asdisran
-
tru
-
ausa
-
margretsverris
-
bergthora
-
vefritid
-
ragnargeir
-
siggasin
-
helgadora
-
tobbitenor
-
ingabesta
-
rosabla
-
annriki
-
audbergur
-
lady
-
ynnej
-
amotisol
-
siggagudna
-
kisabella
-
steinibriem
-
himmalingur
-
gellarinn
-
nkosi
-
agny
-
berglindnanna
-
gattin
-
bestfyrir
-
brandarar
-
daxarinn
-
eddaagn
-
gudrunkatrin
-
topplistinn
-
skytta
-
gunnarpalsson
-
konniiceman
-
skessa
-
hreinsamviska
-
mrsblues
-
little-miss-silly
-
irisholm
-
jea
-
lionsklubbur-seydisfjardar
-
mal214
-
omarragnarsson
-
fjardarheidi
-
sifjan
-
stjornlagathing
-
kristjani
-
rocco22
-
totad
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar