20.7.2007 | 14:24
Kljúfum í herðar niður...er ekki komið nóg?
![]() |
Málningu slett á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2007 | 12:35
Diskurinn á leið í plötubúðir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2007 | 10:47
Lunga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.7.2007 | 10:41
Sól og blíða og L.U.N.G.A=Flottur dagur
L.U.N.G.A er í fullum gangi en það er listahátíð ungsfólks á Austurlandi og eru þátttakendur um 150 víðsvegar af landinu og jafnvel frá útlöndum.
Kíkti í gær á svona opinn míkrafón hjá þeim og verð að segja það var bara gaman, ekki feimið fólk þar á ferð.
Annars er hægt að sjá dagskránna á lunga.is.
Ég held að Reykvísku dömurnar tvær sem komu austur á Sunnudag og hættu við að vera á Lunga því þær vildu ekki vakna á morgnanna eigi eftir að sjá eftir því.(þetta er alveg satt)(komnar með nýjar neglur og allt .... guggnuðu svo á því að þurfa að vakna)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.7.2007 | 23:21
Reiður
Allt er þetta út af ákvörðun ríkistjórnarinnar með þorskkvótann....var ekki hægt að gera þetta öðruvísi???var ekki hægt að vera með eitthver úrræði tilbúinn?????var ekki hægt að vera með einhvern fyrirvara?????
Einhvern vegin finnst mér þetta vera algjörlega vanhugsað af okkar háu herrum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.7.2007 | 19:22
Reykjavík er bara nokkuð falleg.
Var að koma heim eftir 2 daga í Reykjavík og verð að segja að mér fannst borgin mín bara standa sig vel þessa daga ,björt iðandi af lífi og fólk bara frekar afslappað.
Ég hef nenfilega oft fundist borgin mín vera fara til fjandans.. kannski var ég bara í svona góðu skapi..það skiptir jú máli.
Skuggar diskurinn minn kom til landsins í dag og ætti að fara koma í verslanir á næstu dögum.
Annars er svolítið fyndið að spá í hvað þessar útvarpsstöðvar spila .......Rás 2 spilar svo til allt ...er kannski stundum fullmikil listaspírustöð en Bylgjan spilar allt of fá lög og þau sem hún spilar, spilar hún í tætlur þar til maður fær allgjörlega nóg af þeim, auk þess sem lög meiga alls ekki fara yfir 3 mínútur þar á bæ.
útvarp saga er mikið talmál og kann ég bara ágætlega við það og spilar líka ágætis tónlist.
Sögubylgurás væri líklega besta stöðin.......
Kobbi Magg og Egill Ólafs voru að fara á Vopnafjörð að spila og var bara gaman að spjalla við þá í flugvélinni í dag.
Sól og blíða á Austfjörðum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.7.2007 | 03:06
Fossins afl sem mér er kært
Ljóðið kom á eftir laginu.
Söngur Alda Sif.
Saxófónar,flauta,klarinett strengir,píanó og bassi Einar Bragi.
Glymur foss í gljúfraþröng
gnýrinn hljómar dægrin löng,
náttúrunnar ljúfa lag
lætur heyrast nótt og dag
Ég tigna þetta ógnarafl
úðann svala hvítan skafl
úti í djúpum ólguhyl
svo undir skelfur klettaþil.
Ég ann þér heitt minn fagri foss
og fagna við þinn úðakoss,
hver sem hjá þér stóð um stund
styrkti þor og veika lund.
Ég bið þess heitt með bæn á vör
þó breytist hagir versni kjör
að aldrei verði í fjötur fært
fossins afl sem mér er kært.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2007 | 15:35
Snilldar ljóð Litið um Öxl( þetta er svo... Fallegt ljóð)
Litið um öxl.(lagið er hér til hliðar)
Er úr ljóðabókinni Oddrúnu sem kom út árið 1995.
Söngur Aðalheiður Borgþórsdóttir.
Gítar Jón Hilmar Kárason.Bassi Einar Sigurðson.Píanó Grétar Örvarsson.
Víbrafónn Árni Scheving.Tenor Saxófónn Einar Bragi.Trommur Finn Sletten.
Ég gekk út í lífið með gleði í hug
Og greiðustu leiðina fór
Ég vildi sýna djörfung og dug
Nú dugðu ekki tafir og slór.
Fegursta bjarman í fjarska ég sá
För minni þangað var beint
Ég leit ekki á rósirnar leið minni á
Og lit þeirra fékk ekki greint.
Ég átti mér drauma og síkvika sál
Samviskan glampaði hrein
Lífsþróttur minn var sem logandi bál
Leið mín var örugg og bein.
Á blikandi vængjum mig bjartsýnin hreif
og bauð mér í félag við sig
hátt yfir tindunum hugur minn sveif
og hamingjan umvafði mig.
Ég finn það best núna ég fór heldur geyst
En framinn er manninum kær
Eflaust það hefði mörg leiðindi leist
að líta sér örlítið nær.
Heiðríkjubláminn sem heillaði mig
horfinn og fölnaður er
mig grunaði að ég hafi gengið á svig
við gæfu sem ætluð var mér.
Daufleg er vistin hjá draumlyndri sál
Döpur er einbúans lund
veltast í huganum margbrotin mál
og myndir frá liðinni stund.
Villusöm gerist nú leið yfir lönd
lífsgleðin þverrandi fer
nú er sem gripið sé helkaldri hönd
um hjartað í brjóstinu á mér.
Löng verður brautin mín leitótt og hál
Leiðin er þyrnunum stráð
við ranghverfan vilja og ruglaða sál
hin rammasta orusta er háð.
Ef lagni er beitt og með sóma er sótt
sigurinn ætið er vís
oft eftir dimmustu og döprustu nótt
dagurinn fegursti rís.
Alla hefur lengi verið ein allra besta söngkona landsins og gaf út plötuna Brothætt fyrir nokkrum áraum
En starfar nú sem Menningarfulltrí Seyðisfjarðar
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2007 | 16:14
Íslensk ástarvísa af bestu gerð..Augnablikið,
Augnablikið
lagið er hér til hliðar.
Er eitt af síðust lögunum sem fór í upptökur en Hákon sendi ljóðið til mín og vildi endilega fá fallegt lag við það.
Söngur og Píanó Helgi Georgsson.
Gítar Jón Hilmar Kárason.Fiðla Lóa Oddný Sævarsdóttir
Þú gekkst eitt kvöld um götuna mína
glettin með rjóða kinn,
Fáguð og stolt,hin frjálslynda kona
fangaðir huga minn.
Eftir þá litlu ögurstundu
ylinn í hjartanu finn.
Gangan um þennan götuslóða
gleymist ei fyrst um sinn.
Í augum þínum lá ástin falin
ilmandi fersk og ný.
Í návist þinni var nóttin fögur
og norðangolan svo hlý.
Stundin geymist í mínu minni
merlar sem gullið ský.
Kannske sjáumst við aldrei aftur
örlögin ráða því.
Þú dvelur síðan í draumum mínum
er dimmir um lönd og svið.
og deginum lýkur með djúpum svefni
þá dreymir mig sólskinið.
Eftir viðsjálar vökunætur
í veraldar þungum klið.
Glaðlegt brosið og glettið auga
gefa mér sálarfrið.
Helgi syngur þetta lag og minnir mig helst á Magnús Þór Sigmundsson....og fer einstaklega fallega með lagið.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2007 | 03:42
En eitt af Skuggum enda bara nokkrir dagar í úgáfu
Lagið er hér til hliðar
Vorkoma
Úr ljóðabókinni Bjallkollu sem kom út árið 1993
Söngur Erna Hrönn Ólafsdóttir.
Kassagítar Jón Hilmar Kárason. Steel gítar Sigurgeir Sigmundsson
Píanó Daníel Arason Orgel Helgi F. Georgsson.
Strengir,bassi og altó saxófónn Einar Bragi.
Nú sé ég vorið læðast yfir landið
lyngið fer að hreifa sig í mónum
Uppi í hlíðum eyðist þokubandið
aldan stígur nýjan dans á sjónum.
Nú ég sé ég vatnið vaxa hratt í ánum
vorið er að koma heim í dalinn
bráðum glitra brumknappar á trjánum
burtu hverfur þungur vetrardvalinn
Sumarljóðinn kliða kyngimögnuð
Í kvóldsins eldi logar sólarbálið
ég finn í brjósti hljóðan hlýjan fögnuð
ég hlakka til að vakna í fyrramálið.
Prívat finnst mér röddin hennar Ernu einstök og fer ég alltaf í gott skap við að hlusta á hana.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Einar Bragi Bragason
Tenglar
Flott og gott
ýmsir góðir og gagnlegir tenglar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
heidathord
-
lindalea
-
totally
-
lehamzdr
-
meistarinn
-
bjorgarna
-
gthg
-
martasmarta
-
erla1001
-
nanna
-
estro
-
braxi
-
eythora
-
steingerdur
-
stebbifr
-
ragnhildur
-
gummigisla
-
sax
-
lindabj
-
emilssonw
-
vilborgo
-
baddahall
-
smakokur
-
kjarvald
-
bbking
-
haukurn
-
ranka
-
herdis
-
alla
-
730bolungarvik
-
vga
-
jonkjartan
-
garun
-
trukona
-
ingvarvalgeirs
-
biggibraga
-
aslaugh
-
jax
-
benna
-
blekpenni
-
snorris
-
mafia
-
start
-
hallibjarna
-
jonhalldor
-
strakamamman
-
isdrottningin
-
gbo
-
stormadis
-
nesirokk
-
jakobsmagg
-
hjaltig
-
gummisteingrims
-
evathor
-
gudrunfanney1
-
lara
-
laufeywaage
-
ringarinn
-
markusth
-
storibjor
-
hallarut
-
gammur
-
olinathorv
-
sirarnar
-
manzana
-
eysteinn-thor
-
gretaulfs
-
fanney
-
maggaelin
-
arnthorhelgason
-
730
-
kalli33
-
klaralitla
-
mymusic
-
esv
-
gisliblondal
-
hemba
-
earlyragtime
-
gretarorvars
-
sigurlauganna
-
gudni-is
-
joninaros
-
jahernamig
-
ellasprella
-
gydabjork
-
valsarinn
-
thorasig
-
palmig
-
gudjonbergmann
-
hognihilm64
-
lostintime
-
plotubudin
-
svala-svala
-
judas
-
kjarrip
-
jara
-
gudnim
-
dianadv
-
arnaeinars
-
asgeirpall
-
saethorhelgi
-
lydurarnason
-
steinunnolina
-
bryn-dis
-
listasumar
-
gullihelga
-
eddabjo
-
raggipalli
-
addamaria
-
pegre
-
chinagirl
-
sign
-
bjork
-
gisligislason
-
stormsker
-
almaogfreyja
-
glamor
-
annapanna77
-
blues
-
sverrir
-
rannug
-
hugs
-
bulgaria
-
kolgrima
-
th
-
alit
-
krissa1
-
gudnyruth
-
kafteinninn
-
johannavala
-
viddy
-
fridrikomar
-
ketilas08
-
skordalsbrynja
-
fjolahrafnkels
-
birtabeib
-
asdisran
-
tru
-
ausa
-
margretsverris
-
bergthora
-
vefritid
-
ragnargeir
-
siggasin
-
helgadora
-
tobbitenor
-
ingabesta
-
rosabla
-
annriki
-
audbergur
-
lady
-
ynnej
-
amotisol
-
siggagudna
-
kisabella
-
steinibriem
-
himmalingur
-
gellarinn
-
nkosi
-
agny
-
berglindnanna
-
gattin
-
bestfyrir
-
brandarar
-
daxarinn
-
eddaagn
-
gudrunkatrin
-
topplistinn
-
skytta
-
gunnarpalsson
-
konniiceman
-
skessa
-
hreinsamviska
-
mrsblues
-
little-miss-silly
-
irisholm
-
jea
-
lionsklubbur-seydisfjardar
-
mal214
-
omarragnarsson
-
fjardarheidi
-
sifjan
-
stjornlagathing
-
kristjani
-
rocco22
-
totad
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar