Kvart og kvein....Mogganum sagt upp.

Nú ætla ég að kvarta smá.....Ég sagði upp Mogganum í dag.....ástæðan...jú hún er einföld

síðan að Mogginn sagði upp fréttaritara sínum hér  á Austurlandi hefur varla komið frétt héðan.

Hvet ég Austfirðinga til að gera það sama.

Einnig finnst mér stórmerkilegt að horfa upp á hversu það virðist vera auðvelt fyrir suma listamenn að koma sínu á framfæri hjá sama miðli á meðan aðrir fá litla sem enga umfjöllun.

Ég get nefnt sem dæmi að í Reykjavík er í gangi Jazzhátíð þessa dagana og er það bara hin fínasta hátíð...... en munurinn á umfjöllun um Jazzhátíð Reykjavíkur og Jazzhátíð Egilsstaða Austurlandi er mikill.

Það eru umfjallanir um nær alla tónleika Jazzhátíðar Reykjavíkur á meðan að td Larry CarltonLarry Carlton fær ekki einu sinni umfj0llun um sína tónleika á Austurlandi....eða Beady Belle.

Nenntu fjölmiðlar ekki að senda neinn Austur. 

Ein góð frétt í viðbót....Páll Óskar á í erfiðleikum með að halda sýningu(tónleika) út af veseni með að fá styrktaraðaila......halló það eru allir í sama veseni.

Páll má ekki prumpa þá er það komið í fjölmiðla(Fyrirgefðu Palli minn) 

 

PSEric Clapton Tónleikarnir voru rusl í samanburði við Larry Carlton tónleikana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr, Einar. Ég er alveg inni á þinni línu - sammála þér - sérstaklega hef ég tekið einmitt eftir muninum á umfjöllun um tónleikana í Reykjavík og JEA ... (pssst: svo er þetta líka silent og deadly hjá Palla...)

Kærar kveðjur til þín.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 19:17

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þeir eru svo sjálfhverfir hjá Mogganum, að það þarf að gera út eina sérstaka síðu sem heitir REYKJAVÍK, svona rétt til að hnykkja á því að eitthvað sé um að vera í þorpinu.  Það er eins og ekkert sé fjallað um Reykjavíkurhrepp á öðrum síðum blaðsins.  Það þurfti einnig að bjarga rekstri blaðsins og segja upp þeim sem lengst voru frá ritstjórninni.  Þetta er svo sem orðin lenska í Reykjavík, að segja upp fólki sem vinnur ekki í hreppnum þó landið sé allt undir þegar þarf að selja blaðið og auglýsingar. 

Getur þetta orðið meira Reykjavíkurblað en þetta??

Tek undir með Einari, - segjum blaðinu upp.  Sjálfur er ég búinn að því og er ekki að missa af neinu sem mér er ekki slétt sama um. 

Benedikt V. Warén, 29.8.2008 kl. 20:37

3 Smámynd: Björg Árnadóttir

Nú er ég sammála ykkur! Auðvitað á að segja upp allri þeirri þjónustu sem maður kaupir og er ekki ánægður með. Ég sagði upp Stöð 2 og hef lifað ágætu lífi síðan. Ég get alveg lofað ykkur sem haldið að þið lifið ekki án Moggans - það ER líf eftir Moggann! Alveg satt!!

Björg Árnadóttir, 29.8.2008 kl. 21:50

4 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Er ekki áskrifandi en ef svo væri - hefði ég hiklaust sagt blaðinu upp... þetta er náttúrulega bara bull þetta allt saman - það er eins og það sé ekki líf fyrir utan RVK... en það er það nú svo sannarlega og það vitum við sem búum þar

Bjarney Hallgrímsdóttir, 30.8.2008 kl. 09:52

5 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Þetta þarf svo sem ekki að koma á óvart. Svipað skeytingaleysi gildir um landsbyggðina líka hjá Rúv- Sjónvarpi sem segja má að sé öflugasti fjölmiðill landsins. Ég held að þetta muni ekki breytast fyrr en byggðirnar fá menningarlegt sjálfstæði t.d. með því að allir fjölmiðlar sitji við sama borð hvað varðar stuðning frá ríkinu. Þegar Austurland eignast sinn eigin ljósvakamiðil þá er líklegt að menningarviðburðum verði gerð mun betri skil heldur en gert hefur verið hingað til. Með þessu er ég ekki að gagnrýna það sem gert hefur verið heldur einfaldlega að segja að það er enn hægt að gera miklu betur.

B.kv. frá Selfossi.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 30.8.2008 kl. 16:58

6 Smámynd: Kristborg Bóel Steindórsdóttir

Já en, já en...

Lastu mína grein þá ekki í gær???

Kristborg Bóel Steindórsdóttir, 30.8.2008 kl. 23:29

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta eru já skiljanleg sjónarmið sem þú setur fram, en þá vaknar líka spurningin hvort þér og kannski fleiri íbúum fyrir austan sem eruð óánægðir og hafið tjáð ykkar óánægju líkt og þú og eru sömuleiðis bloggarar á mbl., sé stætt á að halda blogginu hér áfram?

Hefur þú hugleitt það?

En hví þú ert svo að spyrða eitthvert vesen hjá Palla poppstjörnu við þetta og svo Eric clapton og hans tónleika verri eða ekki en þeim með Larry Carlton, það skil ég ekki alveg að komi Mogganum ksapaðn hlut við!?

Þú ert reyndar fyrsti maðurinn sem ég les að tónleikarnir sem lsíkir hafi verið eitthvað slappir, eða ef það er þá virkilega meining þín, þvert á móti virtist flestir mjög ánægðir með þá sem lsíka, en gagnrýnin var mikil með umgjörðina sem kunnugt er, loftræstingu salernisaðstöðu m.a.

Magnús Geir Guðmundsson, 31.8.2008 kl. 00:49

8 identicon

Þetta er nú nokkuð gott hjá þér Einar verð ég að segja.

Njöddi (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 222210

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband