Verndum listformið Skallapopp

Picture 3

Já ekki veitir af, ef að menn eru það óheppnir að falla undir það heiti að vera skallapoppari er mjög líklegt að viss stétt á Íslandi reyni að gera lítið úr þér alla æfi.

Bækur hafa verið skrifaðar um íslenska Popptónlist og þar er sama vandamálið lítið sem ekkert er skrifað um skallapoppar, frekar eru margar blaðsíður um hljómsveitir sem héldu nokkra tónleika sem að örfáir mættu á.

Fjölmiðlar ráða miklu um hvað fólk heldur að sé aðal málið í dag og leika  fyrir okkur lög með tónlistarmönnum og hljómsveitum sem greinilega hafa bara náð að gera eitt lag sem hittir í eyru almennings. A.m.k sumir.

 

Íslenskt Skallapopp Stjórnin1989 

Ekki er ég að dæma þá tónlist sem slæma en nota sem sýnishorn í þessu sambandi  Lay Low og Mugison, ég held að flestir Íslendingar þekki aðeins 1 lag með þeim.

En svona getur íslenska úlpupopppressan búið til vinsældir.....

Sama gerist með erlendar plötur sem sumar virðast varla ná í Plötubúðirnar hér.......fyrir 2 árum gaf td hinn heimsfrægi Stevie Wonder út plötu sem að  margir plötuskríbentar á hinum Norðurlöndunum  nefndu sem eina betri plötum þess árs....hún heyrðist varla á Íslandi.

Back to basics með Christinu Aguileru er snilldar plata en samt er eins og að menn hér á klakanum haldi að hún sé vond bara að því að stúlkukindin er falleg(fallegar konur hafa líka heila).

Aftur að Íslandi ...að menn séu að velja Nínu hans Eyfa sem eitt mest óþolandi lag Íslandsögunnar á einni bloggsíðu hér á  mbl.is er eitt dæmið....Eyjólfur vinur minn Kristjánsson er eitt besta dægurlaga tónskáld íslands en er svo óheppinn að falla undir orðið skallapopp og Nína er ein af perlum íslenskrar dægurlagasögu.

Á sömu síðu er verið að velja besta dægurlag íslandssögunnar og þar eru búnar að  vera vægast sagt skrítnar tilnefningar.

Ástæðan fyrir þessu rausi er að nú stefnir í þennan árlega jólaplötuhasar og vil ég að þú kæri lesandi veljir þá tónlist sem að þér þykir góð og skemmtileg ekki  einhver annar.

Ef einhver heldur að þetta sé eitthvað raus einungis út af sjálfum mér þá er það misskilningur .....tala fyrir hönd allra skallapoppar eða bara tónlistarmanna.

PS hefði Sprengjuhöllin fengið 5 stjörnur í mbl  ef hún kæmi frá Höfn í Hornafirði. 

PSS ef að fólk á myndir af íslenskum skallapoppurum endilega haldið upp á þær.....þær verða verðmætarSmile flest Íslensk lög sem hafa lifað af alla tískustrauma eru samin af Skallapoppurum.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Var að klára að hlust á alla plötu Sprengjuhallarinnar og verða að segja það voru mikil vonbrigði........lögin sem mest eru spiluð í útvarpi eru ok en restin er ekki að gera sig.

Einar Bragi Bragason., 26.10.2007 kl. 22:08

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég ætla nú alveg klárlega að taka undir mér þér í þessari færslu.  Um leið ætla ég mér ekki að detta inn í þann fasa að telja að allt gamalt sé endilega betra en það sem að er í gangi í dag.

Fyrir það fyrsta þá tek ég fram að ég er mjög hrifinn af Mugison, líka þeim lögum sem að eru ekki í síspilun, ég er samt meira hrifinn af Pétur Ben ...  Þegar frændi barði saman Quarashi þá dillaði ég mér líka, fín mússíg.  Jeff Who, Trabant, Barði dojjongong.  Flottir strákar á ferð, enda alveg nauðsynlegt.

Sprengjuhöllin er náttla skallapopp líka, enda Helgi P. ekki hárprúður maður í dag, en mér finnst lag sonar hans bara alveg ágætt.


En ég er reyndar alveg á sammáli með skallapoppið...


það er of oft drullað yfir góð dægurlög af einhverjum skríbentum sem að aldrei hafa staðið á sviði, eða barið saman lag & texta stefgjaldavirkandi.


Ég er í stöðugri endurmenntun frá syni mínum sem að byrjaði nú sína tónlistarmenntun í þeim skóla sem að þú ert skólastýra í núna, & hann heldur mér alveg enn við efnið reglulega.  Hann nær í 7enderinn minn & ullar á mig, 'pabbi, hvernig tekur maður nú þetta likkið, eða í hvaða skala er þetta nú eiginlega pælt'.

Meira er mært yfir einhverju árlega, sem að ungvinn man vikunni á eftir.


Nínan hans Eyfa er snilldarlag, þjóðin veit það alveg, sama hvað einhverjir umblogga.


Góð múzzíg á nefnilega til að lifa af.  Einhverjir sem að gera lítið úr því lagi geta líka gert grín að lögum eins & 'Gleðibankanum' eða 'Ég er á leiðinni,,,' með Magnúsi Eiríks, en ekki leggja þeir í það að gera lítið úr honum sem tónlistarmanni, 'Om de hele'.


Fá lög þóttu einu sinni leiðinlegri samt.


En með árunum líklega fá lög fært höfundi sínum jafn miklar tekjur frá þakklátum hlustendum.


& mig grunar nú að vinur okkar Eyjólfur sé ekkert svekktur heldur.


Gott innlegg hjá þér.

Steingrímur Helgason, 27.10.2007 kl. 01:14

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Skammarheitið skallapopp hefur verið notað um mörg vel samin lög.

Þegar Hljómar voru upp á sitt besta, var púkó að hlusta á Ragga Bjarna. Raggi er að fá verðlaun í dag!

Rúnar Gunnarsson gekk yfir eldinn og fór í Hljómsveit óla Gauks. Það Þótti mörgum skrýtið.

Bubbi talaði niðrandi orðum um löggilta hálvita sem hlustuðu á HLH Flokkinn og Brimkló.

Svona er ákveðinn veggur milli gamalla og nýrri strauma í dægurtónlist.

Kannski er þetta nauðsynlegt til að nýir hlutir fái að þróast óbundnir af öðru sem fyrir er? Ég held það.

Jón Halldór Guðmundsson, 27.10.2007 kl. 01:27

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já já það er margt gott að gerast í tónlistinni og ég fíla Jeff Who vel og Trabant......Hjálma gaurarnir finnst mér nú langflottastir......en kannski aðal pointið í þessu hjá mér er að það virðist vera eitthvað trend að mega ekki bara gera fín dægurlög.......sjáðu td blessuðu evróvisíon keppnina okkar nú er búið að umpóla hana með þeim afleiðingum að fullt af fólki nennir ekki einu sinni að reyna að senda lög í hana.

Undankeppnin hér heima hefur nefnilega skilað okkur fínum lögum eins og ....Dag eftir dag...Ljósdimma nótt......Ég læt mig dreyma og fullt af fl. fínum lögum.

Einar Bragi Bragason., 27.10.2007 kl. 01:30

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það er rétt en menn verða að bera virðingu fyrir hlutunum...........ástæðan td fyrir því að ég hef leikið inn á ég veit ekki hvað margar plötur í gegnum árin er að maður hefur reynt að nálgast verkefnin þannig að þau séu skemmtileg og með virðingu........td ég hlusta kannski ekki á gömlu dansana en það er ákveðin kúnst að spila þá vel og er eg hef lent í svoleiðis verkefnum hef ég reynt að hafa það í huga.......gera hvert lagi eins og það sé skemmtilegasta lag í heimi.

Einar Bragi Bragason., 27.10.2007 kl. 01:35

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Einar minn, ég ætla nú að leyfa mér að vera ósammála þér þarna, með júróvisíon keppnina.  Mér þykir einmitt grátlega leiðinlegt hvað of margir af mínum uppáhalds flytjöndum & höfundum láta einmitt fíbbla sig til taka þátt í því mæmí bralli.

Mig grunar nú að þig renni einhvern grun í hvað ég er að fara þarna.  Ég var nú líka alveg inn á þinni fyrri meiníngu um endurvaknínguna á landslaginu. LÆF!

S.

Steingrímur Helgason, 27.10.2007 kl. 01:44

7 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

já ég skil hvað þú meinar en við tónlistarmenn erum nú oft falir fyrir lítinn aur......þessi lög sem ég nefndi líka voru öll þegar að keppnin var læv...Já ég vil fá landslagskeppni....læv

Ekki hljómsveit í sjónvarpssal sem er látin þykjast spila og lítur út eins og breskir bókasafnsfræðingar.

Einar Bragi Bragason., 27.10.2007 kl. 01:51

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar mínir vinir og kunningjar voru á kafi í einhverri "úlpu tónlist", seint á áttunda og byrjun níunda áratugs síðustu aldar,þá var mín uppáhalds hljómsveit Queen. Þeir hæddu mig fyrir vonlausan skallapopparasmekk. I Say no more

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.10.2007 kl. 02:34

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég er svo sammála þessari færslu hjá þér.

Marta B Helgadóttir, 27.10.2007 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband