Stórskrítnir dómar Í MBL að venju.....

Það sem ég hef heyrt frá þessu bandi réttlætir ekki 5 stjörnur..... þó að hér séu efnilegir guttar á ferð.

mbl.is Jakobínarína fær fullt hús stiga fyrir plötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þessi hljómsveit ekki brjóta neitt blað í tónlistarsögunni. Hún er ekkert ósvipuð svo mörgum öðrum ofvirkum bílskúrshljómsveitum á besta aldri. 

Kristján (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 14:18

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég er nokkuð sammála þér og þess vegna undrast ég 5 stjörnur

Einar Bragi Bragason., 26.10.2007 kl. 14:27

3 identicon

Tek undir það. Það er nú samt einu sinni þannig að poppskríbentar og blaðamenn hafa alltaf ákveðið hvað á að vera vinsælt hverju sinni. Þetta fólk telur sig vera handhafa sannleikans og ég yrði ekki hissa þótt samvinnan við hljómplötufyrirtækin væri náin og innileg . Sjáðu nú bara nokkra ísl. tónlistarmenn! Það má ekki segja styggðaryrði um tónlist þeirra því þá er maður ruglaður og á skjön...guðlastari! T.d allt fjaðrafokið í kringum ljóshærðu, krúttlegu stelpuna með ljósa hárið og kassagítarinn? Arnalds eitthvað. Að hlusta á hana fær mann til að líða sem væri maður staddur á aðalfundi Kvenfélags Stafholtstungna. Það skrýtna er að flestum fjölmiðlamönnum í tónlist finnst hún æði...(skilyrðing)? Það versta við þetta allt saman er að sumir skríbentar eru svo ungir og takmarkaðir að þekking þeirra nær ekki afturfyrir fæðingarstundina.

Kristján (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 15:27

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Kristján er nokkuð vitur maður

Einar Bragi Bragason., 26.10.2007 kl. 16:00

5 identicon

Hahaha!

Enda Garðbæingur eins og Einar Bragi og nafni. Við þekkjumst frá liðinni tíð. Þú þekkir sennilega yngri bróður minn betur: Ásgeir Pálsson? Hm...nú er maður kominn á trúnaðarstigið!?

Kristján (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 16:09

6 identicon

Þú átt að hlusta á plötuna, aður en þú gagnrýnir þá...

en, já, þetta er fínasta plata í mínu mati  4 af 5

haukur.. (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 16:24

7 identicon

Þurfti ekki að hlusta lengi til að átta mig á að hún höfðaði til þeirra sem sitja á rassinum og gera ekki neitt og langar í breytt ástand.

Kristján (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 16:31

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Er búinn að hlusta

Einar Bragi Bragason., 26.10.2007 kl. 16:51

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já auðvitað Garðbæingur he he.......þeir eru flottastir..ásamt Seyðfirðingum

Einar Bragi Bragason., 26.10.2007 kl. 16:51

10 identicon

Tvö lög á RÚV í morgun. Reyndar er skoðun mín á tónlist þessarar hljómsveitar eldri en dagurinn í dag. Skildi aldrei fjaðrafokið í kringum hana. Það er einhver æskudýrkun allsráðandi í tónlist samtímans...útlit, framkoma og fas ofar innihaldi. Einmitt það sem mér finnst einkenna framsetningu Jakobínarínu.

Kristján (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 16:56

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Skoðaðu líka bloggið fyrir neðan

Einar Bragi Bragason., 26.10.2007 kl. 17:01

12 identicon

Fyrir neðan?

Kristján (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 17:02

13 identicon

Rokkið er dautt fyrir löngu síðan. Það einkennist af sífelldum endurtekningum,(reproductions) fyrir komandi kynslóðir. Það eina sem hefur lagast er hljómurinn og hin grimma markaðssetning. Rokkið er og verður alltaf í 4/4 takti sem mér finnst bannsettur heigulsháttur því 7/8 er miklu meir heillandi.

Kristján (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 17:11

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Óttalegt fjas og fullyrðingavaðall er þetta í ykkur tveimur!

Á milli ´90 og ´99 var ég nú einn af þessum "ljótu köllum" sem vann m.a. fyrir mer við að skrifa um tónlist í blöð og þú veist SAxi geri ég ráð fyrir!

´G kannast bara ekkert við þessa lýsingu Kristjáns og get ómögulega tekið það til dæmis til mín að hafa viljað á nokkurn hátt stýra því á hvað lesendur minir hugsanlegir hlustuðu á!SVo var ég nú ekki yngri en 24 þegar ég byrjaði og því alveg þokkalega þroskaður til starfans, allvel lesin og kunni auk þess að gutla sjálfur og syngja!

Það er hins vegar bara gömul saga og ný og ekkert enndilega "Skríbentum" að þakka eða kenna, að viss stemning skapast eða verður til um hljómsveitir og/eða einstaklinga! Stundum eiga þessir nefndu aðilar auðvitað þátt í því, en það er algjörlega undir hælin lagt hvort viðkomandi eiga það skilið eða ekki, séu virkilega góðir og metnaðarfullir eða ekki! Og það er bara tímaeyðsla hjá ykkur að fjasa um þetta, svona verður þetta alltaf meira og minna, nema hvað að þessi áhrifamáttur útgefenda og blaðamannanna sem þið viljið meina, eða viðleitni þeirra til að stjórna og ksapa vinsældir, munu að líkindum verða minni og minni (þar sem þau eru þá) netvæðingin hefur gert það að verkum að kynning og útgáfa með meiru verður einfaldlega auðveldari og listamennirnir óháðari!

Og svo loks um æskudýrkun?

Get ómögulega séð mikla æskudýrkun í gangi hérlendis, þó ný nöfn eins og þessi tvö sem he´r eru nefnd nái hylli! (verðskuldað eða ekki og vegna hvers!) þvert á móti er allt meira og minna vaðandi í "miðaldrakallamoði" sem gengur aftur og aftur í endurnýjun lífdaga! Síðan skein sól, Ný dönsk, Sálin/Gummi Jóns eru enn og aftur komin á stjá eða hafa verið á fullu eftir að hafa "hætt hundrað sinnum"! Og það vegna þess að EFTIRSPURNIN OG VINSÆLDIRNAR LIFA!Og er ekki ennþá 51 árs heyrnarskertur karl á toppnum sem Kóngurinn? Það held ég nú, auk þess sem Bo, Megas, rúnni Júll...

Og hvaða erlendu listamenn sem hingað koma trekkja mest? Jú t.d. hinir "barnungu" sveinar í Deep Purple sem með þrennum eða fernum tónleikum fengu á annan tug þúsunda gesta og Metallica sem er "bara 25 ára ungmennasveit" sem troðfyllti Egilshöll!

(18000 manns eða hvað það nú var!?)

Nei, þvert á móti væri viss endurnýjun, eins og þó gróskan er að sönnu mikil, vel þegin hvað varðar yngri listamenn er ná almennilegri hylli, það er allavega mín skoðun, en ég held að gerist nú alveg á sama hátt og ´´eg minntist á fyrst með andrýmið sem skapast og stuðlar að vinsældum einhverra ótiltekina listamanna!

Magnús Geir Guðmundsson, 26.10.2007 kl. 22:13

15 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það getur vel verið að þetta sé fjas í okkur en vel vert að velta vöngum yfir.......því er ekki að neita að ef menn gefa út vandaðar popp plötur virðast þær ekki ekki eiga undir pallborðið hjá poppskríbentum.....þetta er bara staðreynd...

Ég er ekki einn um þessa skoðun.....það virðist nefnilega vera að frumlegheitin eigi að ráða öllu þegar að dómi kemur.....þetta er að sjálsögðu ekki algillt en mjög oft.

Áhrifamáttur poppskríbenta er mikill ekki vanmeta hann.....og nú eru öll blöð á netinu þannig að dómurinn í gær er ennþá á netinu á morgun.

Einar Bragi Bragason., 26.10.2007 kl. 22:25

16 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hver var þessi Magnús ?

Af hverju man ég ekkert eftir honum eiginlega´?

Dómhörkuna hefur hann, en ...

Ja,

Steingrímur Helgason, 27.10.2007 kl. 00:50

17 identicon

Góður punktur Magnús Geir! Algerlega nýtt hugtaká þessu fjandans interneti....munnræpa....bloggræpa...alger ræpa! Er þokkalega sammála þér á sumum sviðum....tek mér samt bessaleyfi til til að útlista minn frjálsa vilja og skoðun. Það má á Íslandi að ég held! Afhvreju þarf ég að skammast mín fyrir slíkt? Dómharkan er partur af lifsreynslu, þreytu, auðvitað væri hægt að skoða það betur. Get bara ekki að því gert að hafa skoðanir. Þannig er lífið!

Kristján (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 05:45

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heilir og sælir aftur herrar mínir, Saxi þú að spila, en lest þetta við tækifæri.

Jamm, stundum verður manni á að vera svolítið hvass, en Kirstján minn sérstaklega, þetta er ekkert persónulegt, ég var ekkert að ýja að því að banna ætti þér neitt, hvað þá að gera athugasend við tjáningarfresli þitt, einmitt aftur á móti að skiptast á skoðunum við ykkur, en jú mótmæla því hart að tónlistargagnrýnendur væru svo áhrifamiklir sem þið vilduð halda fram og svo því sérstaklega að æskudýrkun sé mikil nú frekar en áður!

Um hið síðara benti ég ykkur á augljós dæmi og get bætt "Evrovisíóninu" við einmitt af því það var í gangi áðan. Eitthvað óskaplea er mikið um æskudýrkun þar finnst ykkur ekki? Nefnda gæðablóðið Gummi Jóns komin áfram og Maggi Eiríks líka m.a. og fflytjendurnir? Ekki beinlínis "ungabörnin heldur í bransanum"!? Þetta er engin dómharka, bara hrein og bein dæmi um að ekki sé nú alveg í það minnsta svona svart-hvíta mynd að ræða, eins og þið viljið vera láta!

Og aftur með gagnrýnina Saxi, ekki algilt eins og þú segir að menn hrópi á frumlegheit og að "Eldri og vandaðari" tónlistarmenn og verk þeirra eigi ekki upp á pallborðið hjá þeim sem skrifa. (ekki undir pallborði haha, eins og þú skrifaðir) Þetta hefur alltaf verið svona í meira og minna mæli, ég man til dæmis enn þegar sá frómi fréttamaður Ásgeir tómasson, var oftar en ekki að rífa í sig plötur fyrir ófrumleika, lýkti til dæmis þungarokksgoðunum í Judas Priest minnir mig jafn frumlegum og bensínsláttuvélum! Síðar umsnérist nú Ásgeir hvað smekkin varðar, er mikill og góður rokk og blúsáhugamaður með meiru!

Og varðandi áhrifamáttin, meiri nú eða ei í krafti netsins. Hvernig stendur þá á því Saxi minn, ef til dæmis hann Gummi fær slaka dóma fyrir plöturnar sínar (ekki búin að lesa um þá nýju, sú þriðja frá honum ekki satt undir eigin nafni, á sjálfur þá fyrstu!?) að það virðist ekki aftra því að hann gefur út fleiri plötur? Hann hlýtur bara að selja þær nógu vel, fá lög í spilun sem ná vinsældum, þannig að dómarnir hjá "vondu skríbentunum" ná bara ekki í gegn, hafa ekki þessi áhrif sem þið viljið vera láta!

Nú er samt sanngjarnt og skilt að taka með í reikningin, að sáraeinfalt og ódýrt er að gefa út plötur, eftirvinnan, kynningar og allt það orði mesta vinnan, að koma fullsköpuðu verkinu á farmfæri á markaðinum! En get ekki séð að eldri og reyndari popparar og rokkarar þurfi í heildina að kvarta, Gummi og Maggi kosnir áfram í söngvakeppninni og engin gagnrýnandi stoppar það!

Steing´rimur!

ég er nú bara ánægður að heyra að þú minir ekkert eftir mér, það var nefnilega ekki mitt keppikefli að verða "frægðartól" þó þekkja mig enn þann dag í dag margir, bæði lesendur og tónlistarmenn!

O ég ER karlinn min, ekki dauður enn né farin eitthvert hahaha!

Og já svo, bara út með sprokið, hvaða ja er þetta í þér!?

Magnús Geir Guðmundsson, 27.10.2007 kl. 21:34

19 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já Magnús það er rétt...en þetta er eins og að rétta fólki poka með sælgætismolum....það er búið að setja marga mola í pokann sem að fólk vill ekki......en það velur þá mola sem það þekkir ......afhverju máttu ekki vera fleiri almennilega þekktir molar í pokanum.

Einar Bragi Bragason., 28.10.2007 kl. 16:50

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ Saxi minn, þú heldur þig áfram við "mötunarkenninguna"! Reyndar voruð þið áður að kvarta yfir æskudýrkun, eins og ég sagði og færði rök fyrir, get ómögulega séð að eldri tónlistarmönnum sé ekki sýnd nægileg athygli, en ef það er mbl.is sérstaklega sem benda skal á, þá er þar nú hvorki upphaf né endir á upplýsingaveitu um íslenska tónlist! Innihaldið í þeirra nannipoka er með öðrum orðum ekki það eina sem um er að velja!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.10.2007 kl. 21:05

21 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nei kannski ekki en ef við förum aftur í mbl dóma hvernig getur plata með ofangreindum listamönnum fengið 5 stjörnur.....og hvert liggur leið þeirra héðan ....geta þessi bönd eitthhvað bætt sig.

Ég get alveg viðurkennt það að diskurinn minn fékk 2 stjörnur í mbl án þess að vera í raun dæmdur(var svo illa staðið að þeim dómi) og auvitað er ég smá svekktur yfir því......en málið snýst nú kannski ekki um það mál heldur það að ........góðar vandaðar plötur virðast ekki fá góða dóma..........plötur með tónlistarmönnum sem eru sumir hverjir rétt að ná tökum á hljóðfærunum sínum fá góða dóma.

Nú er td á síðu Jens Guð búið að vera velja hitt og þetta í sambandi víð tónlist og lag með sykurmolum jafnvel sett sem eitt af betri lögum Íslandssögunnar(Mér fannst Sykurmolar fínt band) þá spyr ég hvar eru Todmobile í öllum þessum dómum......Þorvaldur Bjarni er einn af okkar klárustu tónlistarmönnum.....En hann er með skallpopps stimpilinn á sér og er settur út í horn.

sorrý þetta var svona raus úr einu í annað....

Einar Bragi Bragason., 28.10.2007 kl. 23:05

22 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ elsku karlinn minn Einar Bragi!

Við gætum víst haldið þessu lengi áfram, en ég sé að þú horfir á þetta gegnum þrengstu linsuna þína, "Zommið" á núlli og dregur skarpa víglínu í afstöðumyndun þinni!

Nú er að sjálfsögðu lítið við að segja, að menn myndi sér skoðanir fyrst og fremst út frá eigin smekk, e og ekkert nema mann-legt að þú sýnir óánægju ef þér finnst ílla farið með "Börnin þín" eins og þú segir með umfjöllunina um plötuna þína í Mogganum!En ég endurtek, þú ert full þröngsýnn finnst mér að láta það stjórna afstöðu þinni til annara og eins og ég sagði áður líka, er það full stór fullyrðing sem þú endurtekur núna, að "Vandaðar o.frv." plötur fái vonda umfjöllun meðan aðrar fái toppdóma þótt spilararnir hafi vart lært á hljóðfærin!

Og ég sagði líka að mbldómar væru hvorki upphaf né endir, þannig að Jakobínarína og hennar ferill stendur nú hvorki né fellur með 5 stjörnum, né þú með þessum tveimur þarna! (þarf að reyna að finna skrifin, hef ekki séð þau)

En þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta allt um smekk, kannski eru já þeir er fyrir mbl/Moggan of einsleiturhópur, veit ekki, en varðandi svo þessa stjörnugjafaáráttu, þá forðaðist ég slíkt allan minn feril og þú skilur sjálfur vel hvers vegna!

Og svona liðs- eða flokkadrættir hafa mér heldur aldrei verið að skapi, "Annaðhvortmeðeðaámóti" sem mér finnst þú kæri Einar Bragi dálítið festa þig í sem margur fleiri með "Sykurmolar jú fínir, en af hverju ekki..." eins og þú segir hérna um brallið hans Jens!

Jens hef ég lengi þekkt og veit því að hann er ekki hvað síst grallaraspói og óforbetranlegur stríðnispúki!

Átt því ekki að taka þessa samkvæmisleiki hans alvarlega, líkt og Stormskerið til dæmis, er hann nú ekki alveg allur þar sem hann er séður!

Magnús Geir Guðmundsson, 31.10.2007 kl. 16:03

23 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

uss uss nei alls ekki ég er kannski að puðra fast en það er nú líka til að fá einhverja umræðu í gang...............loka pointið er kannski bara það að ég hef áður sagt að eg er næstum alltaf ósammála þessum dómum ...kemur minni plötu ekkert við......vill bara að það séu settir heilvita menn í að gera þetta...ekki einhverjir úlpupoppsstrákar sem halda að þeir kunni allt.

Einar Bragi Bragason., 31.10.2007 kl. 20:49

24 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, Úlpupoppsstrakar já, vel að orði komist!

og þe´r tókst að fá smá andóf frá "gömlum jálk" sem kannski blaðraði þó of mikið!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.11.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Einar Bragi Bragason

Höfundur

Einar Bragi Bragason.
Einar Bragi Bragason.

Hef verið atvinnuhljóðfæraleikari í 100 ár(aðeins ýkt) og er skólastjóri Tónlistarskóla Seyðisfjarðar.

Netf.saxi@centrum.is sími 8974265

Tónlistarspilari

- like pantomime EBB master

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Áramót
  • ...927_6924913
  • picture 4 975462.png
  • picture 4 926643.png
  • ...posturrr

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 222196

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband